Myndir frá öðru undankvöldi

Músíktilraunir 2016

Myndir eru nú komnar af öðru undankvöldi Músíktilrauna, sem haldið var í gærkvöldi í Norðurljósum Hörpu. Það var ljósmyndarinn Brynjar Gunnarsson sem tók þessar glæsilegu ljósmyndir. Þær má finna bæði í flipanum "Myndir" hér að ofan og á facebook síðu Músíktilrauna.

RuGl og Wayward áfram í úrslit!

Alveg stórkostlegu undankvöldi lokið í Norðurljósum í kvöld! Ljóst er af því sem liðið er á keppnina hve hár standard er á tónlistarfólki á skerinu! Úr varð þó að:
Fólkið valdi Wayward áfram og dómnefnd valdi RuGl til að spila á úrslitakvöldi Músíktilrauna næstkomandi laugardag, 9.apríl!

Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2016 RSS