1.undankvöld Músíktilrauna er í kvöld, sunnudagskvöldið 22.mars og þar spila...

Þá er komið að því og við byrjum í kvöld í Norðurljósasal Hörpu kl.19:30 !

Böndin sem spila á 1.undankvöldi Músíktilrauna 2015 eru:
Gummi Hebb, Tramps, Vára, Deffice, Par-Ðar, Yolo Swaggins and the Fellatio of the Bling, Distort City, Elgar og Áhryf.

Sjáumst í kvöld!

Músíktilraunir byrja næsta sunnudagskvöld 22. mars !

Músíktilraunir 2015 eru að bresta á með 39 ferskum hljómsveitum og því er um að gera að missa ekki af þessum viðburði sem hefur í gegnum tíðina,
skilað af sér frábærum böndum á borð við Of Monsters and Men, Agent Fresco, Samaris, Mammút, Vio ofl. ofl.

Allt tónlistaráhugafólk ætti því ekki að láta tilraunirnar fram hjá sér fara í Norðurljósasal Hörpunnar, dagana 22.- 28. mars 2015.

Undankvöldin eru 22.- 25. mars kl. 19:30 og úrslitakvöldið verður síðan laugardaginn 28. mars kl. 17.

Ekki gleyma að tryggja ykkur miða á harpa.is og midi.is og fáið alla til að fjölmenna á frábæran viðburð !

Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2016 RSS