Hljómsveit

Stígur

Stígur

Sveitarfélag: Reykjavík

 

Á vefnum: https://soundcloud.com/stigur

Nafn aldur hljóðfæri
Ingimundur Óskar Jónsson 21 trommur og slagverk
Sunna Líf 18 söngur
Árni Freyr Haraldsson 24 gítar og söngur
Gunnlaugur Atli Tryggvason 25 bassagítar
Magnús Jónsson 21 rafmagnsgítar

Um bandið:  

Haraldur Stígsson, langafi Árna Freys söngvara og gítarleikara hljómsveitarinnar, lést 28. nóvember árið 2009 og skildi eftir sig fjórar bækur, flestar skrifaðar á ritvél, sem innihalda tæplega þúsund ljóð. Í þessum bókum eru ljóð sem Haraldur Stígsson orti allt frá barnæsku og þar til hann lést. 

 

Haraldur var hógvær og orðafár maður sem hélt ljóðum sínum að mestu fyrir sig og var stöðugt að lagfæra ljóðin og endurbæta þau, allt fram á síðasta dag. Ljóðasöfnin voru því aldrei gefin út en einu ári eftir að Haraldur lést fór Árni að grúska í þeim og hóf að semja lög við ljóðin. Mörg ljóð eru mjög tilfinningaþrungin og lýsir Haraldur sorginni og öðrum sterkum tilfinningum á mjög afgerandi hátt. Hljómsveitin Stígur flytur frumsamin lög við ljóðin.

 

Spilar á: 

  • 3. kvöld - 4. apríl