Hljómsveit

Sæbrá

Sæbrá

Sveitarfélög: Hvergarerði og Reykjavík

 

Á vefnum: https://www.facebook.com/Sæbrá-1461769617454433/?ref=bookmarks

Nafn aldur hljóðfæri
Dagný Halla Björnsdóttir 22 söngur, píanó, gítar, kontrabassi og Jambey
Arianna Ferro 23 söngur, gítar og Jambey
Sunna Friðjónsdóttir 22 söngur, þverflauta, píanó og Jambey

Um bandið:  

Sæbrá skipa Dagný Halla Björnsdóttir, Arianna Ferro og Sunna Friðjónsdóttir.

Efni tríósins er fjölbreytt, stíllinn er bæði poppaður og rómantískur, stundum má einnig heyra snefil af rokki í sumum lögum. 

Hljóðfæraskipanin er oft á tíðum misjöfn en notast þær við hljóðfæri á við gítar, píanó, raf- eða kontrabassa, þverflautu og Jambey svo eitthvað sé nefnt. Söngur er mikið atriði í tríóinu og lögð áhersla á raddaðan söng. Allir meðlimir tríósins semja og útsetja.

Tríóið hélt sína fyrstu tónleika á Rósenberg, Klapparstíg þann 12. ágúst sl. með góðri mætingu frábærra gesta úr öllum áttum , en fyrst kom Sæbrá fram opinberlega þann 17.júní sl. í Ráðhúsinu og Eldborgarsal Hörpu þar sem áhersla var lögð á tónlist eftir íslenskar konur.

 

Spilar á: 

  • 1. kvöld - 2. apríl