
Sveitarfélag: Reykjavík
Á vefnum: Nei
Nafn | aldur | hljóðfæri |
Helgi Jónsson | 22 | gítar og söngur |
Guðjón Sveinsson | 20 | bassi |
Steinn Daði Gíslason | 23 | trommur |
Gísli Þór Ingólfsson | 22 | hljómborð |
Um bandið:
Um er að ræða sólóverkefni Helga Jónssonar, sem einnig er gítarleikari, söngvari og lagahöfundur proggmetalsveitarinnar Ring of Gyges sem komust í úrslit Músiktilrauna 2013. Tónlistin er að þessu sinni framsækið, þunglyndislegt og djassskotið rokk, en helstu áhrifavaldar eru Steven Wilson, Opeth, Genesis, Muse, Snarky Puppy, Agent Fresco og fleiri. Með Helga stíga á svið nokkrir vel valdir hljóðfæraleikarar sem hafa áður unnið með honum í öðrum verkefnum.
Spilar á:
- 1. kvöld - 2. apríl
- Úrslitakvöld - 9. apríl