Articles

Frábæru úrslitakvöldi Músíktilrauna 2015 er lokið...sigurvegarar kvöldsins eru Rythmatik.

Eftirtaldir hlutu verðlaun:

1. sæti - Rythmatik
2. sæti -Par-Ðar
3. sæti - AvÓkA

Hljómsveit fólksins - SíGull

Einstaklingsverðlaun 2015 hlutu:
Gítar:
Hrafnkell Hugi Vernharðsson / Rythmatik

Hljómborð:
Magnús Jóhann Ragnarsson / Electric Elephant

Trommur:
Eyþór Eyjólfsson Par-Ðar / SíGull / AvÓkA

Bassi:
Arnar Ingólfsson Par-Ðar / SíGull / AvÓkA

Söngvari:
Þórdís Björk Þorfinnsdóttir / C A L I C U T

Rafheili:
Auðunn Lúthersson / C A L I C U T

Verðlaun fyrir íslenska texta.
Par-Ðar

Við þökkum öllum þátttakendum og gestum kærlega fyrir kvöldið og sjáumst á næsta ári !

Úrslitakvöldið hefst á eftir (28.mars) kl. 17 í Norðurljósasal Hörpu !

Úrslitakvöld Músíktilrauna byrjar á eftir...

...Hver heldur þú að verði í 1. 2. og 3. sæti eða verði valinn gítarleikari, bassaleikari,
söngvari, rafheili eða trommari Tilraunanna og hvaða hljómsveit verður valin "Hljómsveit fólksins" ?

Ekki missa af þessum frábæra tónlistarviðburði, tryggðu þér miða og sjáumst á eftir í Hörpu !

Komið að úrslitakvöldi Músíktilrauna á morgun laugardaginn 28. mars kl. 17 !

Nú er komið að því... ótrúlega spennandi úrslitakvöldi Músíktilrauna með 10 ólíkum böndum sem keppa til sigurs.

Fram koma Kröstpönkbandið Þegiðu, Vára, Electric Elephant, Fjöltengi, AvÓkA, SíGull, Par-Ðar, Rythmatik, CALICUT og Stígur.

Auk þess verður valinn söngvari, bassaleikari, hljómborðsleikari, gítarleikari, trommuleikari og rafheili Músíktilrauna ásamt því að veitt verður sérstök viðurkenning fyrir textagerð á íslensku.

Hljómsveit fólksins verður svo valin af salnum í símakosningu.

Ekki missa af þessum frábæra viðburði, njótið og tryggið ykkur miða á midi.is, harpa.is og einnig er hægt að kaupa miða við innganginn.

Sjáumst á Músíktilraunum !

Stígur og SíGull einnig áfram í úrslit

Nú af afstöðnum undankvöldum Músíktilraunanna valdi dómnefndin tvær hljómsveitir til viðbótar til að keppa á úrslitakvöldinu n.k. laugardag. Það voru hljómsveitirnar Stígur, sem spilaði á 3. undankvöldi og SíGull, sem spilaði á 4. undankvöldinu, sem bætast í hópinn. Við bjóðum hljómsveitirnar Stígur og SÍGull velkomnar til leiks og óskum þeim innilega til hamingju.

4. undankvöldi Músíktilrauna er lokið og sigurvegarar kvöldsins eru...

AvÓkA

... hljómsveitin AvÓkA sem kosin var áfram af salnum og Rythmatik sem valin var af dómefnd og óskum við þeim innilega til hamingju ! AvÓkA og Rythmatik bætast því í hópinn sem mun keppa til úrslita á laugardaginn kemur, 28. mars kl. 17 í Norðurljósasal Hörpu. Takk kærlega fyrir kvöldið, allir sem tóku þátt og munið að fylgjast með heimasíðu Músíktilrauna og Facebook síðu tilraunanna, til þess að sjá hvort dómnefnd velur einhver fleiri bönd áfram, til að keppa til úrslita á laugardaginn kemur.

4. undankvöld Músíktilrauna er í kvöld 25. mars kl. 19:30 !

Í kvöld fer fram 4. undankvöld Músíktilrauna, sem er jafnframt það síðasta af undankvöldunum.

Hljómsveitirnar sem spila eru: Gringlombian, Rythmatik, SíGull, Volcanova, Captain Syrup, Purrple Blaze, Rafmagnað, AvÓkA og Apollo.

Sjálft úrslitakvöldið tekur svo við á laugardaginn kemur, 28. mars kl. 17 og því spennandi að sjá hvaða tvær hljómsveitir fara áfram í úrslitin, eftir kvöldið í kvöld !

CALICUT og Fjöltengi, sigruðu á 3. undankvöldi Músíktilrauna !

Fjöltengi

3. undankvöldi Músíktilrauna er lokið, þar sem hljómsveitin CALICUT var valin áfram af dómnefnd og pönkhljómsveitin Fjöltengi var valin af salnum. Innilegar hamingjuóskir með kvöldið CALICUT og Fjöltengi og kærar þakkir, allir aðrir sem komu fram í kvöld !

3. undankvöld Músíktilrauna er í kvöld 24. mars kl. 19:30.

Og við rúllum áfram !

3. undankvöld Músíktilrauna fer fram í kvöld, þriðjudagskvöldið 24. mars kl. 19:30 í Norðurljósasal Hörpu.
Þar spila: Frenzy, Sykurpúðarnir, SILVER KILLER, Hughrif, Sara, Stígur, John Doe, Fjöltengi, CALICUT OG MSTRO.

Tryggið ykkur miða á midi.is, harpa.is eða við inngang og sjáumst í Hörpu.

Kröstpönkbandið Þegiðu og Electric Elephant, sigruðu á 2. undankvöldi Músíktilrauna 2015 !

Kröstpönkbandið Þegiðu

2. undankvöldi Músíktilrauna er lokið og hljómsveitirnar sem sigruðu í kvöld eru Kröstpönkbandið Þegiðu, sem valin var af dómnefnd og Electric Elephant, valin af salnum ! Við óskum þeim kærlega til hamingju og þökkum að sjálfsögðu öllum böndunum fyrir þátttökuna í kvöld.

2. undankvöld Músíktilrauna fer fram í kvöld, mánudagskvöldið 23. mars kl. 19:30 !

2. undankvöld Músíktilrauna fer fram í kvöld, mánudagskvöldið 23. mars kl. 19:30 í Norðurljósum í Hörpu og þar spila:
Laser Life, The Roulette, Kröstpönkbandið Þegiðu, Gasoline Spills, Electric Elephant, Omotrack, While My City Burns, Kraðak,
No Room For Another og Premium.

Hægt er að kaupa miða á miði.is, harpa.is og líka við inngang. Ekki missa af frábæru tónleikakvöldi á Músíktilraunum !

Vára og Par-Ðar komust áfram eftir 1. undankvöld Músíktilrauna.

Vára

Þá er 1. undankvöldi Músíktilrauna lokið og þær hljómsveitir sem komust áfram eru Vára sem valin var af salnum og Par-Ðar sem valin var af dómnefnd. Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum um leið, þeim sem tóku þátt í frábæru undankvöldi.

1.undankvöld Músíktilrauna er í kvöld, sunnudagskvöldið 22.mars og þar spila...

Þá er komið að því og við byrjum í kvöld í Norðurljósasal Hörpu kl.19:30 !

Böndin sem spila á 1.undankvöldi Músíktilrauna 2015 eru:
Gummi Hebb, Tramps, Vára, Deffice, Par-Ðar, Yolo Swaggins and the Fellatio of the Bling, Distort City, Elgar og Áhryf.

Sjáumst í kvöld!

Músíktilraunir byrja næsta sunnudagskvöld 22. mars !

Músíktilraunir 2015 eru að bresta á með 39 ferskum hljómsveitum og því er um að gera að missa ekki af þessum viðburði sem hefur í gegnum tíðina,
skilað af sér frábærum böndum á borð við Of Monsters and Men, Agent Fresco, Samaris, Mammút, Vio ofl. ofl.

Allt tónlistaráhugafólk ætti því ekki að láta tilraunirnar fram hjá sér fara í Norðurljósasal Hörpunnar, dagana 22.- 28. mars 2015.

Undankvöldin eru 22.- 25. mars kl. 19:30 og úrslitakvöldið verður síðan laugardaginn 28. mars kl. 17.

Ekki gleyma að tryggja ykkur miða á harpa.is og midi.is og fáið alla til að fjölmenna á frábæran viðburð !

Skráningu í Músíktilraunir, lýkur 8. mars!

Það eru einungis 4 dagar til stefnu, til að skrá ykkar/þitt band í Músíktilraunir 2015 en skráningunni lýkur næsta sunnudag, 8. mars 2015.

Framkvæmdin er einföld: Farið inn á "skráningu" hér á vefnum, fyllið út umsóknarformið, greiðið þátttökugjald og setjið inn nafn hljómsveitar með greiðslunni.

Ekki missa af frábæru tækifæri og takið þátt í einstökum viðburði!
 

Músíktilraunir 2015 - 22.-28.mars í Hörpu.

Nú þegar þátttakendur tilraunanna 2014 fara spilandi inn í sumarið, viljum við þakka þeim öllum kærlega fyrir þátttökuna í ár. Músíktilraunirnar voru einstaklega skemmtilegar og vonum við að allir sem stigu á stokk í Hörpunni hafi haft gagn og gaman af. Því er það okkur ánægjuefni að tilkynna að Músíktilraunir 2015 verða haldnar á ný í Hörpunni, dagana 22. - 28.mars.

Vio sigurvegarar Músíktilrauna 2014!

Stórglæsilegu úrslitakvöldi Músíktilrauna lauk í kvöld fyrir fullu húsi í Norðurljósasal Hörpunnar. 10 hljómsveitir spiluðu af hjartans lyst og skemmtu sér og áheyrendum. Að lokum stóðu þó eftirtaldir aðilar og hljómsveitir uppi sem sigurvegarar.

1. sæti: Vio
2. sæti: Lucy in Blue
3. sæti: Conflictions

Hljómsveit Fólksins: Milkhouse

Söngvari Músíktilrauna: Magnús Thorlacius (Vio)
Gítarleikari Músíktilrauna: Steinþór Bjarni Gíslason (Lucy in Blue)
Bassaleikari Músíktilrauna: Björn Heimir Önundarson (Captain Syrup)
Hljómborðsleikari Músíktilrauna: Arnaldur Ingi Jónsson (Lucy in Blue)
Trommuleikari Músíktilrauna: Leifur Örn Kaldal Eiríksson (Conflictions)
Blástursleikari Músíktilrauna: Björn Kristinsson (Undir Eins, saxafónn)
Rafheili Músíktilrauna: Síbylja
Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku: Guðmundur Ásgeir Guðmundsson (Karmelaði)

Músíktilraunir vilja þakka öllum sem tóku þátt að þessu sinni og óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn!

Pages

Subscribe to Articles