Articles

Sigurvegarar Músíktilrauna 2016

...og úrslitin eru ljós!!

1. Sæti -- Hórmónar
2. Sæti – Helgi Jónsson
3. Sæti – Magnús Jóhann

Hljómsveit fólksins - Wayward

Trommuleikari - Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir - Körrent & Prime Cake

Gítarleikari - Helgi Jónsson - Helgi Jónsson

Bassaleikari - Snorri Örn Arnarson - Prime Cake

Hljómborðsleikari - Magnús Jóhann Ragnarsson - Magnús Jóhann & Prime Cake & Steinunn

Söngvari - Brynhildur Karlsdóttir - Hórmónar

Rafheili - Ingvar Sigurðsson og Róbert Orri Leifsson - m e g e n & Tindr x Bobz n Gvarz

Verðlaun fyrir textagerð á íslensku - Tindur Sigurðarson - Tindr x Bobz n Gvarz

Óskum þeim innilega til hamingju og takk fyrir frábært kvöld allir!!!

Símakosning í gangi núna - Hljómsveit fólksins

Símakosning er hafin:
Amber - 9009801
Spünk - 9009802
Körrent - 9009803
Náttsól - 9009804
Hórmónar - 9009805
Magnús Jóhann - 9009806
Vertigo - 9009807
Miss Anthea - 9009808
Wayward - 9009809
RuGl - 9009810
Helgi Jónsson - 9009811

99 kr/ símtal eða SMS

Styttist óðum í úrslit Músíktilrauna 2016

Úrslitakvöld Músíktilrauna nálgast óðfluga. Á morgun, laugardaginn 9. apríl klukkan 17 í Norðurljósum Hörpu stígur fyrsta hljómsveitin á svið. Ellefu hljómsveitir spila í glæsilegri umgjörð þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Útvarpað er í beinni á Rás 2 og sjónvarpað í beinni á RÚV 2. Miðaverð er 2000 krónur og hægt er að nálgast miða á harpa.is eða við inngang. Hér má hlusta á demó þeirra hljómsveita sem koma fram, og frekari upplýsingar er að finna í hljómsveitaflipanum hér að ofan.

Náttsól og Hórmónar áfram - dómnefnd bætti þremur hljómsveitum við!

Eftir enn eitt viðburðaríkt undankvöld kaus salur áfram eina hljómsveit og dómnefnd aðra. Dómnefnd valdi Náttsól áfram en salur Hórmóna! Ekki nóg með það, þá bættust þrjár hljómsveitir við úrslitakvöldið, nú þegar öll kurl voru til grafar komin. Hljómsveitirnar þrjár sem dómnefnd bætti við eru:
Körrent, Miss Anthea og Spünk!

Nú er listinn yfir þær ellefu hljómsveitir sem spila á úrslitakvöldinu næsta laugardagskvöld kominn á hreint!
Spünk
Miss Anthea
Körrent
Hórmónar
Náttsól
Amber
Wayward
Magnús Jóhann
Vertigo
Helgi Jónsson
RuGl

Óskum við þeim til hamingju og svo sjáumst við á laugardaginn!
Á meðfylgjandi mynd má sjá trommarann í Spünk tryllast á trommusettinu.
Ljósmynd tók Brynjar Gunnarsson.

Síðasta undankvöld Músíktilrauna 2016 - Úrslitaböndin tilkynnt!

Í kvöld klukkan 19:30 í Norðurljósum Hörpu hefst síðasta undankvöld Músíktilrauna 2016. Í lok kvöldsins verða tilkynntar tvær hljómsveitir til að spila á úrslitakvöldinu, auk þeirra hljómsveita sem dómnefnd velur til viðbótar. Hljómsveitirnar sem spila í kvöld eru:
Arcade Monster
Crimson
Deffice
Hanna Sólbjört
Hórmónar
JR
KYN
Kyrrð
Náttsól
Simultaneous Sounds
Vídalín
Yolo Swaggins And The Fellatio Of The Bling

1500 krónur inn og salurinn opnar 19:00!

Myndin er af hljómsveitinni JR sem kemur fram í kvöld, fer hún með sigur af hólmi?

AMber og Magnús Jóhann áfram í úrslit

Eftir fjölbreytt og ólíkindalegt undankvöld valdi dómnefnd áfram Magnús Jóhann og salur Amber! Á morgun er síðasta undankvöld Músíktilrauna og á miðvikudag liggur fyrir hvaða hljómsveitir keppa á úrslitakvöldinu!

Þriðja undankvöld Músíktilrauna nálgast óðfluga!

Við viljum minna á þriðja undankvöldið í kvöld í Hörpu, þar koma fram sveitirnar: Amber, BadNews, Canis, Davíð Rist, Kuldi, Kæsingur, Magnús Jóhann, Miss Anthea, Mountain Dew-fíklarnir, Oddur Örn, Stígur og Tindr x Bobz n Gvarz. Byrjar á slaginu 19:30, 1500 kall inn og gleðin allsráðandi!! Meðfylgjandi er ljósmynd af Wayward. Ljósmyndari var Brynjar Gunnarsson.

Myndir frá öðru undankvöldi

Músíktilraunir 2016

Myndir eru nú komnar af öðru undankvöldi Músíktilrauna, sem haldið var í gærkvöldi í Norðurljósum Hörpu. Það var ljósmyndarinn Brynjar Gunnarsson sem tók þessar glæsilegu ljósmyndir. Þær má finna bæði í flipanum "Myndir" hér að ofan og á facebook síðu Músíktilrauna.

RuGl og Wayward áfram í úrslit!

Alveg stórkostlegu undankvöldi lokið í Norðurljósum í kvöld! Ljóst er af því sem liðið er á keppnina hve hár standard er á tónlistarfólki á skerinu! Úr varð þó að:
Fólkið valdi Wayward áfram og dómnefnd valdi RuGl til að spila á úrslitakvöldi Músíktilrauna næstkomandi laugardag, 9.apríl!

Myndir frá fyrsta undankvöldi

Myndir eru nú komnar af fyrsta undankvöldi Músíktilrauna, sem haldið var í gærkvöldi í Norðurljósum Hörpu. Það var ljósmyndarinn Brynjar Gunnarsson sem tók þessar glæsilegu ljósmyndir. Þær má finna bæði í flipanum "Myndir" hér að ofan og á facebook síðu Músíktilrauna.

Helgi Jónsson og Vertigo komust áfram!!

Undankvöldið var þrumuþétt og hörkuspennandi! Fiðringurinn í hámarki þegar Óli Palli tilkynnti úrslit kvöldsins. Helgi Jónsson (sjá mynd) var valinn af dómnefnd og Vertigo kosin áfram af salnum! Þrjú undankvöld eftir og hvað sem er getur gerst! Fylgist með...

Músíktilraunir hefjast í kvöld!

Fyrsta undankvöld Músíktilrauna 2016 hefst í Norðurljósum Hörpu í kvöld. Tólf atriði eru á dagskránni: Aaru, Broskall, MurMur, Logn, John Doe, Spünk, Helgi Jónsson, Sæbrá, Gluggaveður, Liam Finze, Vertigo og Svavar Elliði! Það lítur sannarlega út fyrir svaðalega skemmtilegt og æsispennandi kvöld framundan! Fyrsta band byrjar á slaginu 19:30 svo gott er að mæta tímanlega. Aðgangseyrir er 1500 krónur og hægt er að kaupa miða á harpa.is og í miðasölu Hörpu. Á meðfylgjandi mynd má sjá hljómsveitina SíGull koma fram á úrslitakvöldi Músíktilrauna 2015.

Niðurröðun á undankvöldin tilbúin

Það eru 48 hljómsveitir sem taka þátt í ár sem telja samtals 152 þáttakendur. Við bárum okkur eftir því að fá fleiri stúlkur til þáttöku í Músíktilraunum í ár, og það bar árangur því stúlkur mynda fjórðung keppenda og er það met! Vissulega ætti þetta ekki að vera met, heldur sjálfsagt mál. Lengi má gott batna :) Annars viljum við benda á að niðurröðun er komin á undankvöldin og við hvetjum ykkur til að kynna ykkur málin nánar í hljómsveitaflipanum hér fyrir ofan!

Hljómsveitirnar í Músíktilraunum 2016!!

Þetta eru þær hljómsveitir sem stíga munu á stokk á Músíktilraunum!

BadNews
JR
MurMur
Kuldi
Simultaneous Sounds
Miss Anthea
Kæsingur
PRINCE FINITE
Náttsól
Hórmónar
Helgi Jónsson
Amber
RuGl
Divine Mellow
Sæbrá
Mountain Dew-fíklarnir
Gluggaveður
Hanna Sólbjört
KYN
Logn
Davíð Rist
Stofa 4
Yolo Swaggins And The Fellatio Of The Bling
Körrent
Arcade Monster
Vídalín
Aðalsmenn
Prime Cake
Svavar Elliði
Wayward
Crimson
Oddur Örn
Vertigo
Kristín Waage
KrisH
John Doe
Spünk
Liam Finze
Aaru
Tindr x Bobz n Gvarz
Deffice
Gasoline spills
Canis
m e g e n
Stígur
Steinunn
Magnús Jóhann
Broskall
Kyrrð

Við hlökkum mikið til að fá þau á svið!
En þangað til er hægt að una sér við
að hlusta á soundcloud-ið!

https://soundcloud.com/musiktilraunir/sets/m-s-ktilraunir-2016

Skráningu lokið í Músíktilraunir 2016!

Það gleður okkur að tilkynna að yfir 50 hljómsveitir skráðu sig og nú erum við á fullu að vinna úr umsóknunum. Allt stefnir í hörkuspennandi Músíktilraunir í ár!

PS Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Skráningu í Músíktilraunir 2016 lýkur í dag!

Músíktilraunir 2016 tekur við skráningum hljómsveita og tónlistarfólks til miðnættis, mánudaginn 14. mars. Ef einhver vandræði koma upp við skráningu má hafa samband við skrifstofuna í síma 4115527, en viðvera er þar til kl 17:00. Einnig má senda e-mail á musiktilraunir@reykjavik.is eða hafa samband á facebook síðu Músíktilrauna ef eitthvað er. Endilega takið þátt og skráið ykkur til leiks!

Músíktilraunamóglar leggjast í víking til Texas!

Í dag hefst tónlistarhátíðin South By Southwest í Houston, Texas þar sem aragrúi tónlistarmanna og hljómsveita koma fram. Hátíðin er mikilvæg fyrir hljómsveitir sem eru að koma sér á framfæri, enda margir stórlaxar sem koma á þessa "tónlistarmessu" í leit að hæfileikafólki til samstarfs. Frá Íslandi stíga 4 bönd á stokk, þar á meðal þrjú bönd sem tóku þátt í Mússó nýverið. "Fulltrúar" Músíktilrauna í eyðimerkurborginni frægu, eru Kaleo, Ceasetone og Axel Flóvent og óskum við þeim velgengni og góðra stunda!

Greenhouse Studios og vinyll.is gefa glæsileg verðlaun!

Greenhouse Studios

Rétt í þessu voru að bætast glæsileg verðlaun fyrir annað sætið. Greenhouse Studios gefa 20 tíma ásamt hljóðmanni, sem er ansi vegleg gjöf frá einu flottasta hljóðverinu í bænum. Vinyll.is var góðmennskan uppmáluð og gefur 30 þúsund í inneign fyrir fyrsta sæti, 20 þúsund fyrir annað og 10 þúsund í þriðja sæti.
Kynnið ykkur málið á vinyll.is & greenhouse.is, en í flipanum "Um Músíktilraunir" hér að ofan má sjá öll veglegu verðlaunin. Til mikils að vinna!

Fyrrum Músíktilraunamóglar sópa að sér verðlaunum á Íslensku Tónlistarverðlaununum

Agent Fresco.      Ljósmynd: Daníel Starrason

Fyrrum keppendur í Músíktilraunum hlutu samtals 20 tilnefningar (sem við gátum talið) á
Íslensku Tónlistarverðlaununum sem fram fóru á föstudagskvöldið síðastliðið.
Færri voru þó sem hrepptu hnossið, en Músíktilraunir óska öllum innilega til hamingju!
Hér koma svo útnefningarnar sem við erum óskaplega stolt af að hafa getið stutt við
á þeim vettvangi sem Músíktilraunir eru.

Plata ársins ­- Rokk: Destrier – Agent Fresco

Lag ársins ­- Rokk: Way we go down – Kaleo

Lag ársins ­- Popp: Crystals – Of Monsters and Men

Söngvari ársins: Arnór Dan

Flytjandi ársins: Of Monsters and Men

Að lokum viljum við benda á að skráning er í fullum gangi og hvetjum við ykkur að taka þátt!

Músíktilraunir 2015 á RÚV

Í kvöld, mánudagskvöldið 22. febrúar klukkan 22:20, mun Ríkissjónvarpið sýna upptöku af úrslitakvöldi Músíktilrauna 2015.
10 hljómsveitir komust í úrslitin sem haldin voru í Norðuljósasal Hörpu, auk þess sem sigurhljómsveit 2014, Vio, tók lagið.
Kjörið tækifæri til að setjast niður með popp og sykurvatn, njóta tónlistarinnar og fá innblástur, því kannski verður þú á sviðinu í apríl?
Skráning í Músíktilraunir 2016 hefst 1.mars, svo óðum styttist í stuðið!

Pages

Subscribe to Articles