Fréttir

Styttist óðum í úrslit Músíktilrauna 2016

Úrslitakvöld Músíktilrauna nálgast óðfluga. Á morgun, laugardaginn 9. apríl klukkan 17 í Norðurljósum Hörpu stígur fyrsta hljómsveitin á svið. Ellefu hljómsveitir spila í glæsilegri umgjörð þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Útvarpað er í beinni á Rás 2 og sjónvarpað í beinni á RÚV 2. Miðaverð er 2000 krónur og hægt er að nálgast miða á harpa.is eða við inngang. Hér má hlusta á demó þeirra hljómsveita sem koma fram, og frekari upplýsingar er að finna í hljómsveitaflipanum hér að ofan.